Um MFFÍ

Mjólkurfræðingafélag Íslands er stéttarfélag mjólkurfræðinga og var stofnað 1946. Markmið félagsins er að vernda hagsmuni félagsmanna og tryggja að ekki séu brotnir á þeim samningar.

Félagið sér um gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn sína og hefur innan sinna vébanda, öflugan sjúkrasjóð, orlofssjóð og starfsmenntasjóð.

Nám mjólkurfræðinga fer fram í Danmörku og sér Fræðslunefnd Mjólkuriðnaðarins um allt skipulag á þeim málum.

Þriggja manna stjórn stýrir félaginu og er formaður Þorsteinn Ingi Steinþórsson. 

Skrifstofa félagsins er að Stórhöfða 27, Reykjavík sími 580-5261, og er starfsmaður Gísli Jósep Hreggviðsson. Sími: 862 1992

Innan félagsins starfar verkstjóradeild sem í eru þeir félagsmenn sem vinna við stjórnunarstörf.