Aðalfundur MFFÍ sem halda átti þann 17. apríl hefur verið aflýst í ljósi nýrra reglna vegna Covid-19.
Meira ...Aðalfundur MFFÍ sem halda átti þann 28. mars mun ekki fara fram eins og auglýst var vegna Covid-19 veirunar sem vofir yfir okkur.
Meira ...Aðalfundur Mjólkurfræðingafélags íslands verður haldinn þann 28. Mars 2020 að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík.
Meira ...Aðalfundur Mjólkurfræðingafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 22. mars að Stórhöfða 31, Reykjavík og hefst kl. 12:00
Meira ...Í byrjun desember varð sú breyting á stjórn Mjólkurfræðingafélagsins, að Magnús Sæmundsson ritari varð frá að hverfa úr stjórn.
Meira ...Samninganefnd ASÍ hefur á undanförnum vikum unnið að því að leggja grunn að aðfarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þar sem þess yrði freistað að ná auknum kaupmætti, tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og lágri verðbólgu.
Meira ...Ágætu mjólkurfræðingar, munið orlofsuppbótina. Í ár er hún 52.100.- kr
Meira ...Viljum minna á aðalfund Mjólkurfræðingafélags Íslands sem haldinn verður Laugardaginn 16. Mars.
Meira ...Mjólkurfræðingafélag íslands og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar.
Meira ...Hjarðarból er sveitahótel mitt á milli Hveragerðis og Selfoss, í um 45 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. Á Hjarðarbóli eru 2 salir, sá stærri tekur um 60 manns í sæti en sá minni er setustofa sem auðvelt er að setja upp fyrir 40 manns til fundarhalds. Þessir salir henta vel ef skipta þarf upp fundum eða t.d. að hafa standandi veitingar í öðrum salnum á meðan námskeiði eða fundi stendur. Auðvelt er að breyta uppsetningu og fyrirkomulagi í báðum sölunum með litlum fyrirvara.
Meira ...Desemberuppbót fyrir almanaksárið 2012 miðað við fullt starf er 50.500.-
Meira ...Landssamband eldri borgara og ASÍ efna til ráðstefnu um kjaramál og lífeyrismál eldri borgara fimmtudaginn 15. Nóvember n.k. kl 13:00- 16:00 á Icelander Hótel Natura.
Meira ...Mjólkurfræðingafélag Íslands er stéttarfélag mjólkurfræðinga og var stofnað 1946. Markmið félagsins er að vernda hagsmuni félagsmanna og tryggja að ekki séu brotnir á þeim samningar.
Félagið sér um gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn sína og hefur innan sinna vébanda, öflugan sjúkrasjóð, orlofssjóð og starfsmenntasjóð.
Nám mjólkurfræðinga fer fram í Danmörku og sér Fræðslunefnd Mjólkuriðnaðarins um allt skipulag á þeim málum.
Þriggja manna stjórn stýrir félaginu og er formaður Eiríkur Ágúst Ingvarson.
Skrifstofa félagsins er að Stórhöfða 27, Reykjavík sími 580-5261, og er starfsmaður Gísli Jósep Hreggviðsson. Sími: 862 1992
Innan félagsins starfar verkstjóradeild sem í eru þeir félagsmenn sem vinna við stjórnunarstörf.