16.04.2013 22:28

Orlofshús á Suðureyri - Uppfært 23.10.13

Ágætu félagar,

Orlofssjóður Verkalýðsfélags Vestfirðinga auglýsir til útleigu mjög vel útbúið orlofshús á Suðureyrir við Súgandafjörð sem er í um 20 mín. aksturfjarlægð frá Ísafirði. Húsið er mjög vel staðsett með tilliti til allrar þjónustu og mjög góð sundlaug í 5 mín. göngufæri. Í húsinu, sem er á jarðhæð, eru 3 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 6 fullorðna ásamt stórri stofu með svefnsófa. Þá er rúmgott hol, baðherbergi, þvotthúsi m/sér inngangi, vönduðu eldhúsi. Húsið er nýlega uppgert og aðbúnaður allur mjög góður.  Áhugasamir hafið samband við undirritaðann um frekari upplýsingar um verð og leigutíma.

 

Með félagskveðju,

F.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður

finnbogi@verkvest.is www.verkvest.is

gsm 8626046 vinna 4565190 fax 4563113

Til baka

Undirvalmynd