10.01.2013 21:26

Aðstaða til námskeiða og fundarhalds að Hjarðarbóli í Ölfusi

Aðstaða til námskeiða og fundarhalds að Hjarðarbóli í Ölfusi

Hjarðarból er sveitahótel mitt á milli Hveragerðis og Selfoss, í um 45 mínútna fjarlægð frá Reykjavík.

Smellið á mynd til að stækka

Á Hjarðarbóli eru 2 salir, sá stærri tekur um 60 manns í sæti en sá minni er setustofa sem auðvelt er að setja upp fyrir 40 manns til fundarhalds. Þessir salir henta vel ef skipta þarf upp fundum eða t.d. að hafa standandi veitingar í öðrum salnum á meðan námskeiði eða fundi stendur. Auðvelt er að breyta uppsetningu og fyrirkomulagi í báðum sölunum með litlum fyrirvara.

Fundarbúnaður:

  • Myndvarpi
  • Túss- og flettitafla
  • Prentar, faxtæki og ljósritun

Að sjálfsögðu er internetaðgangur og er frítt þráðlaust net í sölunum.

Alls er gistirými fyrir rúmlega 50 manns á Hjarðarbólli. 12 tveggja manna herbergi með einkabaði auk 2ja fjölskylduherbergja sem rúma 4-5 gesti. Því er gistirými fyrir 32 gesti í fullbúnum herbergjum. Til viðbótar er Gamli bærinn með gistirými fyrir allt að 20 manns í svefnpokagistingu eða 15 manns í uppábúnum rúmum, ef þess er óskað, með sameiginlegu baðherbergi. Mörg herbergin eru með sérinngangi eða í aðskildum húsum sem gefa kost á meira næði og að smærri hópar séu útaf fyrir sig.

Hafið samband og leitið tilboða í aðstöðu, veitingar og gistingu. Við leggjum okkur fram við að aðlaga okkar aðstæður að þörfum hvers hóps.

Með bestu kveðjum úr Ölfusinu,

S. Helga Sveinsdóttir
+354-840-1574
helga@hjardarbol.is

Til baka

Undirvalmynd